14.2.2008 | 20:26
Thai - Basil og chili nautakjöt

Þetta er einn af uppáhalds tælensku réttunum mínum, einfaldur en mjög bragðgóður. Hann kemur úr snilldarbókinni The food of thailand, þar sem engin uppskrift hefur klikkað hingað til. Ég er aðeins búinn að laga uppskriftina til að hún passi betur fyrir sósuóða íslendinga.
- 300-500 gr nautakjöt ( ég nota mínútusteik úr krónunni )
- 4-6 hvítlauksrif
- 2 msk fiskisósa
- 4 msk ostrusósa
- 6 msk vatn
- 1/2 knorr nautateningur kraminn
- 1/2 tsk sykur
- 2 rauð chili, kramin með hliðinni á hníf og opnuð aðeins til að gera þetta sterkt.
- 1 búnt basil ( thai holy basil ef það fæst, fæst oft í mai thai eða filipseyjabúðinni)
- 1 laukur skorinn gróft
- paprika, vorlaukur eða púrrulaukur er líka fínt að henda með ef til
- setja hrísgrjón upp og láta malla meðan hitt er eldað
- Blanda saman fiskisósu, ostrusósu, sykri, vatni og kjöttening í skál
- steikja hvítlaukinn við miðlungs hita í wok uppúr olíu, ég nota corn-oil eða einhverja bragðlausa olíu. Steikja þangað til hvítlaukurinn er gullinbrúnn.
- setja kjötið og chili útí og steikja við háann hita þangað til safinn fer að leka úr kjötinu
- Setja laukinn, fiskisósu blönduna og annað grænmeti... ef það er notað og láta malla í 1-2 mínutur
- Hræra síðan basil-laufin saman við og láta malla þangað til þau eru orðin lin.
- Bera fram með hrísgrjónum
Njótið vel, það er hægt að stýra því hversu sterkur rétturinn verður með því að opna chilið mis-mikið
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 19.2.2008 kl. 16:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.