Nei sko! hér er blogg...

Og allir í stuði, ekki seinna vænna að byrja á þessum bálki og byrja þá á einhverju mega-beisik.

 Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að elda eitthvað úr "engu" eða nánast þannig.

 

Hér kemur þá Hádegismatur veðurteppts húsföður, þetta dugir ofan í svona 2-3

4 stk sólþurrkaðir tómatar

hnefafylli af grænum steinlausum ólífum

8 kirsuberjatómatar 

2 hvítlauksrif

1/2 laukur

2 sneiðar beikon

---------

Sjóddu spaghetti f. 2-3 og gerðu eins og þú ert vanur. 

Allt sett í blender, og ég vill minna alla sem ekki eiga, á að kaupa svona töfrasprota með skál sem hægt er að hakka í. Þetta "pulse-að" gróft og steikt á pönnu uppúr einhverri olífuolíu þangað til beikonið er sýnilega gert í gegn. 

þegar þetta er orðið að einhverju djúsí mauki þá setti ég 3 msk af balsmic ediki og hálfan bolla af pastavatninu útá og hendið pastanu útí og hrærið saman,

 borið fram með FULLT af svörtum pipar og parmesan osti.

 

Njótið vel, góðar stundir. 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband