Færsluflokkur: Matur og drykkur
13.3.2008 | 11:22
Klassíker frá doktornum
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 20:26
Thai - Basil og chili nautakjöt

Þetta er einn af uppáhalds tælensku réttunum mínum, einfaldur en mjög bragðgóður. Hann kemur úr snilldarbókinni The food of thailand, þar sem engin uppskrift hefur klikkað hingað til. Ég er aðeins búinn að laga uppskriftina til að hún passi betur fyrir sósuóða íslendinga.
- 300-500 gr nautakjöt ( ég nota mínútusteik úr krónunni )
- 4-6 hvítlauksrif
- 2 msk fiskisósa
- 4 msk ostrusósa
- 6 msk vatn
- 1/2 knorr nautateningur kraminn
- 1/2 tsk sykur
- 2 rauð chili, kramin með hliðinni á hníf og opnuð aðeins til að gera þetta sterkt.
- 1 búnt basil ( thai holy basil ef það fæst, fæst oft í mai thai eða filipseyjabúðinni)
- 1 laukur skorinn gróft
- paprika, vorlaukur eða púrrulaukur er líka fínt að henda með ef til
- setja hrísgrjón upp og láta malla meðan hitt er eldað
- Blanda saman fiskisósu, ostrusósu, sykri, vatni og kjöttening í skál
- steikja hvítlaukinn við miðlungs hita í wok uppúr olíu, ég nota corn-oil eða einhverja bragðlausa olíu. Steikja þangað til hvítlaukurinn er gullinbrúnn.
- setja kjötið og chili útí og steikja við háann hita þangað til safinn fer að leka úr kjötinu
- Setja laukinn, fiskisósu blönduna og annað grænmeti... ef það er notað og láta malla í 1-2 mínutur
- Hræra síðan basil-laufin saman við og láta malla þangað til þau eru orðin lin.
- Bera fram með hrísgrjónum
Njótið vel, það er hægt að stýra því hversu sterkur rétturinn verður með því að opna chilið mis-mikið
Matur og drykkur | Breytt 19.2.2008 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 17:21
Nei sko! hér er blogg...
Og allir í stuði, ekki seinna vænna að byrja á þessum bálki og byrja þá á einhverju mega-beisik.
Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að elda eitthvað úr "engu" eða nánast þannig.
Hér kemur þá , þetta dugir ofan í svona 2-3
4 stk sólþurrkaðir tómatar
hnefafylli af grænum steinlausum ólífum
8 kirsuberjatómatar
2 hvítlauksrif
1/2 laukur
2 sneiðar beikon
---------
Sjóddu spaghetti f. 2-3 og gerðu eins og þú ert vanur.
Allt sett í blender, og ég vill minna alla sem ekki eiga, á að kaupa svona töfrasprota með skál sem hægt er að hakka í. Þetta "pulse-að" gróft og steikt á pönnu uppúr einhverri olífuolíu þangað til beikonið er sýnilega gert í gegn.
þegar þetta er orðið að einhverju djúsí mauki þá setti ég 3 msk af balsmic ediki og hálfan bolla af pastavatninu útá og hendið pastanu útí og hrærið saman,
borið fram með FULLT af svörtum pipar og parmesan osti.
Njótið vel, góðar stundir.